fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Handtaka vegna yfirvofandi hryðjuverks í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 18:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kaupmannahöfn og leyniþjónusta lögreglunnar handtóku á öðrum tímanum í dag mann í Kaupmannahöfn vegna gruns um að hann hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. Telur lögreglan sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverk.

Lögreglan skýrði frá málinu á fréttamannafundi síðdegis. Þar kom fram að maðurinn sé grunaður um að hafa ætlað að útvega sér vopn og vera að undirbúa eitt eða fleiri hryðjuverk í landinu. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann sé undir áhrifum öfgasinnaðrar íslamskrar hugmyndafræði. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um manninn að svo stöddu né hvar hann hafði í hyggju að láta til skara skríða.

Gæsluvarðhalds verður krafist yfir manninum.

Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, sagði síðdegis að maðurinn hafi hugsanlega ætlað að skjóta á almenna borgara á almannafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann