fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Tinder-syndirnar sem þú skalt aldrei drýgja

Þetta fer mest í taugarnar á íslenskum Tindernotendum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. janúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að snjallsímaforritið Tinder hefur slegið í gegn hér á landi, og sumir vilja meina að því sé að þakka að við eigum nú eitthvað sem kalla mætti stefnumótamenningu. Þeir sem héldu að þarna væri lausnin komin fyrir þá sem eru ekki alveg nógu flinkir í samskiptum ættu þó að hugsa gang sinn alvarlega, því Tinder-syndirnar eru margar og vandlifað þar líkt og annars staðar í húsakynnum Amors. Fyrir þá sem hafa búið í helli síðustu misseri, eða eru hamingjusamlega giftir er örkúrs í notkun forritsins að finna neðst í greininni.

Blaðakona fór á stúfana og innti stórnotendur á Tinder eftir helstu hlutunum sem fara í taugarnar á þeim. Svör bárust bæði frá konum og körlum og hér eru niðurstöðurnar:

Myndir með börnum – börn þykja ekki viðeigandi á Tinder, og einu gildir hvort þau eru þín eða ekki. Mynd við skírnarskálina með fjölskyldunni sem þú yfirgafst fyrir kortéri er allskostar óviðeigandi, og líka mynd þar sem þú stendur við hlið þriggja ára barnabarns sem situr á klósettinu (já þetta er til).

Byssumyndir – verstar þykja myndir þar sem menn stilla sér upp með skotvopnum sem eiga heima í hernaði eða öðru ofbeldissamhengi. Örlítið skárri eru myndir þar sem veiðimenn pósa með byssu og bráð, örlítið bara.

Myndir með dauðum dýrum – já þessar eru líka óvinsælar. Þarna strokar þú algjörlega út vegan-notendur sem annars hefðu kannski orðið skotnir í þér. Fiskamyndirnar eru líka alveg í sérflokki hjá íslenskum notendum eins og DV hefur áður fjallað um.

Myndir með dópuðum dýrum – aðallega karlmenn með tígrisdýr í vímu í fanginu. Ekki smart og ekki heillandi. Hættið þessu strákar!

Brúðarmyndir – þetta segir sig kannski sjálft. En þó er ótrúlega algengt að brúðarmyndir birtist á Tinder prófílum. Líklega er því um að kenna að forritið fiskar sjálfkrafa upp myndir af facebook prófíl notenda – en hversu sexí er að fatta það ekki?

Gerviprófílar – því miður er fólk ennþá í þessum hallærisgangi. Hér er auðvitað um að ræða fólk sem er að laumast á Tinder og hefur fyrir því að búa til gerviprófíl á facebook til þess að skrá sig á Tinder sem gervimanneskja.

Óviðeigandi spurningar – sem viðkomandi mundi örugglega ekki svara sjálfur. Dæmi: „Ertu rökuð“ (eftir 10 mínútna spjall) – „Hvað ertu að sofa hjá mörgum“ – „You want meat for sexy time“. Já allt eru þetta raunveruleg dæmi um spurningar sem viðmælendur blaðakonu hafa fengið.

Næturdýrin – þeir sem svara bara kl. 05 aðfararnótt laugardags eða sunnudags. Þetta er fólkið sem þarf líklega að drekka í sig kjark til að svara skilaboðum. Sem er fáránlegt – því „match“ á Tinder er áhugayfirlýsing!

Karlmenn með höfuðföt – sko á öllum myndum. Það er greinilegt að þeir eru að fela skalla, en í guðanna bænum birtið bara myndir af ykkur eins og þið eruð.

Hópmyndir – sumir birta sex hópmyndir og engin leið er að vita hver í hópnum er eigandi prófílsins. Svo er ekkert víst að félagarnir séu hrifnir af því að vera á Tinderprófíl einhvers dúdda úti í bæ.

Gamlar myndir – ef myndin er eldri en 2ja ára skaltu henda henni út. Sumir eru líka svo bilaðir að skanna inn gamlar pappírsljósmyndir með dagsetningarmerkingu. Það hefur enginn áhuga á að sjá hvernig þú leist út á síðustu öld eða hvað þú varst krúttlegur í áttunda bekk.

Selfíbrjálæði – þeir sem birta bara sjálfsmyndir eru ekki vinsælir. Þó að þú hafir undurfrítt andlit gætu notendur viljað sjá að þú sért að minnsta kosti með búk. Spáðu í það.

Engar myndir – eða einungis myndir af einhverju öðru en þér. Kannski tekurðu æðislegar landslagsmyndir eða ert Liverpool aðdáandi, en það er ekki það sem Tinderfólkið vill sjá. Sýndu þig!

Hraðnámskeið í Tinder

  1. Sækið forritið í snjallsíma
  2. Facebook reikningur er notaður til að skrá sig
  3. Hægt er að segja nokkur heillandi orð og hlaða inn allt að 6 myndum
  4. Notandi gefur leitarskilyrði, kyn, aldursbil og landfræðilega fjarlægð
  5. Forritið skannar landfræðilegan radíus og birtir leitarniðurstöður
  6. Notandi skoðar myndir og sópar þeim til vinstri sem eru ekki upp á pallborðið en til hægri þeim sem vekja áhuga
  7. Ef einhver sem notandi sópar til hægri hefur líka áhuga er hægt að senda skilaboð á milli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni