fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Eru sótthreinsiklútarnir að dreifa sýklum um eldhúsið?

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sótthreinsiklútar hafa fengist í stórmörkuðum áratugum saman og vinsældir þeirra fara hvergi þverrandi, enda með eindæmum hentugir og þætilegir í notkun. En það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að ef klútarnir eru ekki notaðir rétt, og ekki er farið eftir leiðbeiningum á pakkningunum, þá gæti maður verið að dreyfa sýklum um allt eldhús, í stað þess að sótthreinsa það.

Nú hugsa líklega margir með sér „á nú að fara að kenna mér að þrífa eldhúsið mitt, eina ferðina enn?“ Kannski. Kannski ekki. Það fer eftir því hvernig þú þrífur eldhúsborðið.

Sótthreinsiklútar virka vissulega, það hefur verið sannreynt með óyggjandi rökum. En staðreyndin er eftir sem áður sú að ef klútarnir eru notaðir á rangan hátt, þá eru allar líkur á því að þú sért ekki að sótthreinsa, heldur eingöngu að dreyfa sýklum. En örvæntið eigi. Fylgir þú þessum einföldu þumalreglum munu sótthreinsiklútarnir verða þér hjálp í eldhúsinu en eigi hörgur.

Fyrsta spurningin er ávallt: „Þarf ég að nota sótthreinsiklút eða nægir rakt eldhúsbréf eða hrein tuska?“

Það er alls ekki nauðsynlegt í öllum tilfellum að nota sótthreinsiklút. Stundum þarf að þrífa eða þurrka af og öðrum stundum þarf að sótthreinsa. Og í sumum tilfellum þarf að gera bæði. Það er mjög góð þumalregla að þurrka af eldhúsbekknum og borðinu eftir hverja máltíð en dagleg þrif þurfa alls ekki alltaf að innihalda sótthreinsun.

Í mörgum tilfellum eru bakteríur af hinu góða enda gagnast líkaminn af því að komast í snertingu við bakteríur. Það getur meira að segja komið í veg fyrir astma hjá börnum.

Ef það þarf að þurrka af til þess að hreinsa óhreindindi, þá dugir yfirleitt rakt eldhúsbréf vel, tuska eða það sem er enn betra, örtrefjaklútur. Eftir þrifin fer eldhúspappírinn í ruslið og tuskuna eða klútinn má þvo með heitu vatni og setja í klór til þess að drepa þá sýkla sem gætu þar leynst. En ef ætlunin er að hreinsa yfirborðið af sýklum þá gilda ákveðnar notunarleiðbeiningar um sótthreinsiklúta.

Sótthreinsiklútar eru einnota. Segjum sem svo að þú hafir sullað óelduðum kjúklingasafa yfir allan eldhúsbekkinn. Hvað er þá til ráða? Í slíku tilfelli er æskilegt að sótthreinsa, því ekki viljum við dreyfa hugsanlegri salmonellu í hrásalatið sem á að útbúa á meðan kjúklingurinn stiknar í ofninum.

Rannsóknir sýna fram á að sótthreinsiklútar fjarlægja bakteríur og sýkla og eyða þeim, en virka eingöngu á lítið svæði, þ.e. um einn fermeter. Ef klúturinn er notaður á stærra svæði en það, þá eru allar líkur á því að verið sé að dreifa sýklum í stað þess að útrýma þeim. Þumalreglan er því sú, að ef það þarf að sótthreinsa, þá er best að þurrka fyrst óhreinindi af með eldhúspappír eða örtrefjaklút og nota þvínæst sótthreinsiklútinn. Einnig skal hafa það í huga að það þarf líklega töluvert meira af klútum en virðist nauðsynlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur féll í meiðyrðamáli: Máttu segja að nágrannakonan væri andlega veik

Dómur féll í meiðyrðamáli: Máttu segja að nágrannakonan væri andlega veik
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Haaland með hækju á Spáni

Haaland með hækju á Spáni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.