fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Íslensk rannsókn leiðir í ljós mun á kynjunum – „Skólakerfið er gert fyrir duglegar stelpur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 10:30

Hermundur Sigmundsson. Mynd- Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn dr. Hermundar Sigmundssonar, prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi, er greinilegur munur á kynjunum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Niðurstöðurnar eru sagðar hafa vakið mikla athygli, en 146 íslenskir háskólastúdentar á aldrinum 22-23 ára voru rannsakaðir.

„Samspil sterks áhuga eða ástríðu og þrautseigju er gríðarlega sterkt hjá strákunum en ekki eins hjá stelpunum. Þær eru miklu jafnari og svipað sterkar hvað varðar ástríðu, þrautseigju og hugarfar grósku,“

er haft eftir Hermundi og að sterkur áhugi hafi afgerandi áhrif á það hvort karlar nái árangri á tilteknu sviði fyrir 55 ára aldur, það sé áhuginn sem sé þeirra helsta driffjöður.

Ástríða og þrautsegja

Þá hafa próf Hermundar leitt í ljós að töluverð fylgni sé á milli ástríðu og þrautseigju hjá venjulegum háskólanemum á Íslandi. Og niðurstöður könnunar um hugarfar og grósku leiddu í ljós sterkan mun á kynjunum þegar þær voru bornar saman. Samkvæmt norskri rannsókn helst munurinn á kynjunum til 55 ára aldurs.

Munurinn skýrist í skólakerfinu

Hermundur minnist á slakan lesskilning pilta hér á landi sem standi þeim dönsku og norsku að baki. Og þegar áskorunin sé of mikil miðað við færni, sé afleiðingin kvíði og minnkandi lesáhugi. Hermundur segir að taka verði tillit til þessa munar á strákum og stelpum:

„Skólakerfið er gert fyrir duglegar stelpur. Þær standa sig best bæði í skólum á Íslandi og í Noregi,“ segir Hermundur og nefnir að konur séu í meirihluta nemenda í krefjandi námsgreinum háskóla, vegna betri einkunna. Þá telur hann skort á eftirfylgni með nemendum á fyrstu skólastigum. Hún sé betri í Noregi. Þá segir hann að leggja þurfi meiri áherslu á að kenna grunnfærni í byrjun, áður en nemendur eigi að beita þekkingunni.

Þarf að brjóta upp daginn

Hermundur hefur smíðað líkan byggt á rannsóknum, til að skipuleggja skóladaginn:

 „Ef við segjum að lestur, stærðfræði og náttúrufræði séu mikilvægustu fögin þá tökum við þau fyrir hádegi í 40 mínútur hvert, ekki lengur. Svo tökum við líka hreyfingu fyrir hádegið. Hún eflir einbeitingu og vellíðan. Eftir hádegismat höfum við einn 40 mínútna þjálfunartíma eða heimanámshjálp í lestri og stærðfræði fyrir nemendur sem fá ekki hjálp heima. Með því er hægt að tryggja að 95% nemenda verði orðin vel læs eftir annan bekk. Svo sameinast þessir nemendur hinum og þá er hægt að taka tvær 40 mínútna kennslustundir í samfélagsfræði eða erlendum tungumálum. Einn tími fyrir alla nemendur gæti verið ástríðutími. Þá væri val um t.d. að fara í skák, tónlist, forritun, leiklist eða myndlist.“

Hermundur telur einnig mikla þörf á lestrarþjálfun, huga þurfi að einstaklingsnámi og áhugasviði nemenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur