,,Vorveiðin byrjar hjá okkur á föstudaginn í Breiðdalsá. Ég fór aðeins og kastaði nokkur köst í dag og fékk tvær bleikjur,, sagði Sigurd Oliver Súddi í Breiðdalsvík er við spurðum hann um stöðuna á silungaslóðum.
,,Sá nokkrar bleikjur þegar ég var að landa annari bleikjunni svo hún er greinilega mett. Það er svo alltaf gaman að veiða bleikjuna,“ sagði Súddi er einkar laginn að eiga við bleikjuna og landa henni. Því oft getur hún verið treg að taka agn en með lagni næst hún.
Súddi er eins og aðrir veiðimenn að bíða eftir að sumarið komi og laxinn mæti í árnar.
Mynd. Sigurd Oliver Súddi við veiðar í ósnum í Breiðdalsár. Mynd G.Bender