New York Times skýrir frá þessu. Í umfjöllun CNN um málið segir að einnig hafi verið kvartað undan vökva sem lak úr flutningabíl, sem stóð við The Andrew Cleckley Funeral Home, og hafi lögreglumenn fundið líkin í framhaldi af því og hafi þau verið í fjórum flutningabílum. CNN segir að útfararstofan hafi orðið uppiskroppa með pláss og hafi því notað sendibílana til að geyma lík í. Einn bílanna er að sögn ekki með kælibúnað og hafði CNN eftir heimildamanni að líkin hefðu verið geymd í ís.
Ekki er vitað hvort fólkið lést af völdum COVID-19 en vitað er að útfararstofur í New York hafa átt í miklum vandræðum með að takast á við þann gríðarlega fjölda dauðsfalla sem hafa orðið í borginni að undanförnu en þar hafa tæplega 18.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest fram að þessu.
Borgaryfirvöld eru með kælibíla á sínum snærum sem útfararstofur geta fengið að geyma lík í ef þörf krefur og var einn slíkur sendur að útfararstofunni svo hægt sé að flytja lík yfir í hann.