fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Telja að COVID-19 geti valdið alvarlegum blóðtöppum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt og heilsuhraust fólk á fertugs og fimmtugsaldri getur fengið alvarlega blóðtappa ef það er smitað af COVID-19 veirunni. Þetta segja nokkrir læknar í New York. Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá mörgum sjúklingum, yngri en 50 ára, sem hafa fengið alvarlega blóðtappa. Rannsóknir á þeim leiddu í ljós að þeir voru smitaðir af COVID-19.

Í umfjöllun CNN og Washington Post kemur fram að fólkið hafi verið með væg einkenni sjúkdómsins og hafi ekki verið með neina undirliggjandi sjúkdóma eða verið í áhættuhópi af öðrum ástæðum.

Læknar hjá Mount Sinai Health System í New York telja sig hafa fundið sannanir fyrir að COVID-19 valdi því að blóðið storknar á óvenulegan hátt og það geti leitt til blóðtappa og heilablóðfalla hjá sjúklingum sem hafa aldrei áður fengið slíkt.

„Það er eins og veiran geti valdið aukinni storknun í stóru æðunum sem veldur síðan alvarlegum blóðtöppum.“

Sagði taugaskurðlæknirinn Thomas Oxley í samtali við CNN. Hann sagði að skýrslur hans og starfsbræðra hans sýni að á síðustu tveimur vikum hafi þeir glímt við sjö sinnum fleiri tilfelli blóðtappa hjá fólki yngra en 50 ára en áður en faraldurinn gaus upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift