fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Lýðheilsa eitt helsta markmið vinnuhóps um upplýsingaóreiðu – Alþjóðlegt samstarf boðað með NATO

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 17:23

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðaröryggisráð Íslands kom á fót vinnuhópi á dögunum til að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi“ og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Upplýsingaóreiða er flokkað sem rangar upplýsingar og falsfréttir, sem deilt er viljandi eða óviljandi.

Í vinnuhópnum eru þau Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá Landlæknisembættinu, Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Anna Lísa Björnsdóttir, samskiptamiðlafræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður, María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Þórunn J . Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, sem leiðir starf hópsins.

Stuðli að lýðheilsu

Markmið hópsins er sagt vera „að stuðla að lýðheilsu og heilbrigðisöryggi með því að kanna umfang skipulagðrar útbreiðslu rangra eða misvísandi upplýsinga um COVID-19 á Íslandi, koma á framfæri fræðsluefni um mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga um COVID-19 og greiða fyrir því að fjölmiðlar og almenningur geti með aðgengilegum hætti kannað áreiðanleika slíkra upplýsinga.“

Í vinnu hópsins er tekið mið af skilgreiningu á hugtakinu upplýsingaóreiða sem stuðst er við í alþjóðlegu samstarfi, meðal annars á vettvangi UNESCO. Upplýsingaóreiða tekur þannig annars vegar til þess þegar röngum upplýsingum er deilt óviljandi (e. misinformation) og hins vegar til þess þegar röngum upplýsingum er deilt af ásetningi (e. disinformation).

Samstarf með NATO

Gerð verður könnun um hvar fólk fái upplýsingar sínar um Covid-19 og þá er greint frá því að stjórnvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi vegna upplýsinga um Covid-19, meðal annars við NATO.

Í vinnu hópsins verður horft til eftirfarandi þátta:

  1. Kanna á dreifingu upplýsinga um COVID-19. Gerð verði könnun til þess að fá mynd af því hvernig almenningur nálgast upplýsingar um COVID-19 og hvort og þá hvernig rangar upplýsingar um veiruna og sjúkdóminn hafi borist almenningi, meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Könnunin taki mið af sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið meðal annars á Norðurlöndunum og í Bretlandi þannig að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar.
  2. Stuðla að vitundarvakningu og efla almenna aðgát gagnvart upplýsingum og miðlun upplýsinga um COVID-19.
  3. Fjölmiðlum og almenningi verði gert kleift að kanna með auðveldum hætti áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þeim berast um COVID-19, til dæmis með því að koma á samstarfi við ritnefnd COVID-19 verkefnis Vísindavefs Háskóla Íslands.
  4. Íslensk stjórnvöld fylgist með og taki þátt í alþjóðlegu samstarfi er varðar upplýsingar um COVID-19, þar með talið á vegum Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins, EES-ríkja og á vettvangi norræns samstarfs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni