Það hafa margir landsmenn nýtt samkomubannið í að skreyta, breyta og betrumbæta heimilið. Ef einhvern tíma er tíminn, þá er það núna.
Það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að taka heimilið í gegn. Agnes Sigríður sýnir það svo sannarlega. Hún umbreytti eldhúsinu fyrir átta þúsund krónur.
Agnes segir okkur hvernig hún fór að því að eyða svona litlum pening í svona stórar breytingar.
Fyrsta skrefið var að taka plastið af öllum skápahurðum og skúffum.
„Svo pússaði ég allt með fínasta sandpappírnum. Næsta skref var að mála yfir allt með málningu sem heitir frenchic, al fresco range. Það þarf ekki að grunna hana þar sem það er blandaður grunnur í henni,“ segir Agnes.
„Ég málaði samtals þrjár umferðir og pússaði alltaf aðeins á milli umferða,“ segir hún.
Fyrir eldhúsbekkinn notaði hún DC Fix filmu sem hún keypti á eBay.