fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Tyrkir ósáttir við viðtal DV við Múhammeð Emin – Móðgun að bera Gülen saman við Mandela

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal sem DV tók við danska Kúrdann Múhammeð Emin Kizilkaya hefur vakið mikla athygli, jafnvel út fyrir landsteinana. Hefur DV borist bréf í gegnum kjörræðismann Tyrklands á Íslandi frá tyrkneska sendiráðinu í Noregi þar sem gerðar eru athugasemdir við orð Múhammeðs í viðtalinu.

Undirritaður aðili bréfsins er sendiráð Tyrklands í Osló.

Tyrkirnir eru raunar ánægðir með sumt sem Múhammeð sagði í viðtalinu, um hefðir Ramadan og það umburðarlyndi sem hann telur einkenna Íslam. Hins vegar þykir Tyrkjum að sér vegið er Múhammeð fer fögrum oðrum um tyrkneska kúrdann Fethullah Gülen. Drepum niður í viðtalinu:

„Ein helsta fyrirmynd Múhammeðs er tyrkneski Kúrdinn og stjórnarandstæðingurinn Fethullah Gulen sem Múhammeð segir að hafi verið ranglega ásakaður um valdaránstilraun árið 2016.

„Gulen er sambærilegur við Mandela, frelsishetja sem hefur setið í fangelsi vegna skoðana sinna,“ segir Múhammeð.

Hann segir að Gulen hafi kennt sér umburðarlyndi sem hann nýtir sér þegar hann verður fyrir fordómum vegna útlits síns og þeirrar staðreyndar að hann er múslimi.

„Kærleikur, þolinmæði og umburðarlyndi eru öflugustu vopnin,“ segir Múhammeð og hefur þar Gülen að fyrirmynd.“

Segja Gülen vera fjöldamorðingja

Í bréfinu segja Tyrkirnir það vera mógðun að líkja Gülen við Nelson Mandela, sem barist hafi gegn aðskilnaðarstefnunni í  S-Afríku, því Gülen hafi reynt að ræna völdum í Tyrklandi árið 2016 og hafi líf hundruða manna á samviskunni. Í bréfinu segir:

„Fethullah Gülen er ekki „stjórnarandstæðingur“ heldur samsærismaður og helsti gerandinn í tilraun til að ræna völdum af lýðislega kjörinni ríkisstjórn Trykalnds þann 15. júlí árið 2016. Það væri fullkomlega óviðeigandi að kalla slíkan skipuleggjandi samsæris „stjórnarandstæðing“, mann sem hefur á samviskunni líf hundruða saklausra manna.“

Segir enn fremur í bréfinu að í valdaránstilraun FETÖ, sem séu hryðjuverkasamtök sem Gülen hafi stjórnað, hafi 251 maður látið lífið. Í kjölfar valdránstilraunarinnar hafi margir sýnt tyrkneskum stjórnvöldum samstöðu með bréfasendingum, þar á meðal þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Lilja Alfreðsdóttir. Hafi Lilja sagt að valdaránstilraunin væri árás á lýðæði almennt.

Þá sé fráleitt af Múhammeð að líta á Gülen sem ímynd umburðarlyndis eins og hann gerir í viðtalinu við DV og því síður sé hann fyrirmynd fyrir múslima, enda banni Íslam dráp á öðrum í eigin þágu.

Þá ræður bréfritari íslenskum stjórnvöldum frá því að veita fylgismönnum Gülen hæli í landinu, eða fólki sem lítur á hann sem fyrirmynd. Rétt er að taka fram í þessu samhengi að Múhammeð er ekki flóttamaður heldur danskur ríkisborgari sem þarf engar undanþágur eða sérmeðferðir til að dveljast á Íslandi vegna þeirra reglna sem gilda um evrópska efnahagssvæðið.

Í lok bréfsins er sú von tjáð að íslenskur almenningur falli ekki fyrir þeim blekkingum sem orðræða Múhammeðs um Gülen beri vitni um.

 

Dear Editors,

We have read the article by Mr. Ágúst Borgþór Sverrisson entitled “Fitnar í föstumánuðinum – Beitir kærleika, þolinmæði og umburðarlyndi gegn fordómum” published on your website on 24 April 2020, which is based on the opinions of Mr. Muhammed Emin Kızılkaya, a Turkish citizen.

What Mr. Kızılkaya told about the tolerant characteristics of Islam and the requirements of fasting are agreeable to a great extent.

However, we would like to make a distinct clarification and correction on what he told about Fetullah Gülen, the leader of “Fethullahçı Terrorist Organization-FETÖ” (still, euphemistically named as “Gülenist Movement” by several circles).  We do so as we believe that it is our duty to better inform the Icelandic public opinion about what actually happened in Turkey during the coup attempt in 2016.

Fetullah Gülen is not a “political opponent”, but the plotter and the main perpetrator of the 15 July 2016 coup attempt against the democratically elected Turkish government. It would be completely inappropriate to call a coup plotter who cause the death of hundreds of innocent persons “a political opponent.”

During the coup attempt, 251 people were killed by FETÖ followers as they resisted against the coup, the Grand National Assembly of Turkey was bombed, headquarters of the police force were attacked, the state television was besieged by coup plotters who had been infiltrated into Turkish Armed Forces upon his instruction.

Following the failed coup d’état, many friends and allies of Turkey, including Iceland, sent solidarity messages to the Turkish government and the Turkish people. Ms. Lilja Alfreðsdóttir, then Minister for Foreign Affairs of Iceland, stated that the armed coup attempt in Turkey against a democratically elected government constitutes an attack against democracy itself. Iceland also supported the EU Joint Declaration which strongly condemned the coup attempt.

In such a case, it would be an insult to reasoning to compare Fetullah Gülen, a coup plotter and murderer of hundreds of people, who targeted at the democracy in order to seize the whole power of the country, to Nelson Mandela, who fought against the apartheid and the killing of innocent people.

Furthermore, the expressions of Mr. Kızılkaya on Gülen being a so-called tolerant person and a role model for other Muslims pose a great contradiction with what he previously stated on the essence of Islam in terms of tolerance. That is, Islam strictly bans killing of other people whereas Gülen claimed many innocent lives for his own sake.

Gülen and their supporters still constitute a sinister threat not only against Turkey but other countries also where they sought refuge after the failed coup attempt in order to escape the verdicts of the independent Turkish judicial authorities.

Within this scope, as a friend and ally, we would like to advise the Nation of Iceland against providing refuge and wrongly carrying sympathy for so called “Gülenists” as those defining Gülen as a role model may attempt in any country to what he tried to do in Turkey on 15 July 2016. They hide behind innocent images of tolerant Islam, while continue to keep their major sinister aim to usurp power illegally.

We hope that Icelandic public opinion would know better of falling into this kind of delusions.

 

Best regards,

Embassy of the Republic of Turkey in Oslo

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni