fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Bjarni mælti með utanlandsferðum til öruggra landa á íhaldsfundi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 13:30

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á fjarfundi leiðtoga íhaldsflokka Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um tilslakanir vegna Covid-19 í dag, að ríkisborgarar þeirra landa sem náð hefðu sannanlegum tökum á kórónuveirufaraldrinum, myndu skoða frjálsari för ríkisborgara sín á milli. Vel var tekið í tillögu Bjarna á fundinum, samkvæmt tilkynningu á vef Sjálfstæðisflokksins.

Ef að verður gætu því flugferðir hafist fljótlega milli landa sem hafa náð góðum árangri í baráttunni gegn Covid-19, en Ísland tilheyrir þeim flokki.

Hins vegar var nefnt á fundinum að þau ríki sem einnig ættu aðild að ESB þyrftu að fjalla um málið á þeim vettvangi, en ekki fylgir sögunni hve langan tíma slíkt gæti tekið. Tímaramminn er því óljós um hvenær slíkar ferðir gætu hafist.

„Stjórnvöld á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum hafa lagt drög að tilslökunum á sóttvarnaraðgerðum á næstu vikum, en ekki er um samræmdar aðgerðir að ræða, enda misjafnt til hversu víðtækra takmarkana hefur verið gripið í hverju landi fyrir sig.

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs og formaður Hægriflokksins stýrði fjarfundinum.  Auk Bjarna og Ernu sátu fundinn Ulf Kristersson formaður Moderaterna og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð, Søren Pape formaður danska Íhaldsflokksins, Petteri Orpo formaður Samstöðuflokks Finnlands (Kokoomus), Helir-Valdor Seeder formaður eistneska flokksins Isamaa og Edgars Ikstens frá lettneska flokknum Vienotība.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra