Skipulag í ramma – skipulagsseglar
Fyrir marga er skipulag eitt af lykilatriðum daglegs lífs og gott sjónrænt skipulag er mörgum fjölskyldum nauðsynlegt. Fyrirtækið Prentsmiður býður upp á skipulagsvörur sem eru í senn afar gagnlegar og fallegar. Það er heimilisprýði af skipulaginu en umfram allt eru þetta einföld tæki til að koma skipulagi á líf fjölskyldunnar – matartíma, æfingar, afmæli og margt fleira sem fjölskyldumeðlimir fást við.
Á rammana og seglana er skrifað með töflutúss, en auðvelt er að þurrka út og nota aftur og aftur. Hægt er að kaupa vandaða töflutússpenna hjá Prentsmið – með bæði segli og púða til þess að þurrka út en venjulegir töflutússpennar eru einnig víða til sölu, til dæmis í ritfangaverslunum.
Skipulagið er einungis með vikudögum en ekki dagsetningum og því tímalaust og margnota – maður strokar bara út og skrifar aftur. Einnig eru í boði margar tegundir af dagatölum fyrir árið 2018, sem bjóða upp á skipulag lengra fram í tímann.
Vörurnar eru til sýnis og sölu á vefsvæðinu prentsmidur.is og eru þær sendar hvert á land sem er. Prentsmiður er einnig með sýningarrými að Dugguvogi 6. Opið er á föstudögum frá 15 til 17, og þá er hægt að skoða vörurnar og sækja pantanir.