fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Tekjufall vegna afbókana gæti náð 60 prósentum samkvæmt svörtustu spám

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 10:45

Mynd- Hafnir Ísafjarðarbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir að engin skemmtiferðaskip leggist að á Ísafirði fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Þetta segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði við bb.is.

Í sumar var upphaflega gert ráð fyrir yfir 120 skipum, en búið er að afbóka flestar ferðir í maí og júní og ná þær einnig fram til júlímánaðar. Guðmundur segist ekki eiga von á skipum í júlí úr þessu, og mikil óvissa ríki um komur í ágúst og september.

Tekjur hafnarinnar af skemmtiferðaskipum eru um 140 milljónir á ári, en efnahagsleg áhrif af komu þeirra voru reiknuð 1,2 milljarður árið 2018. Tekjurnar af skemmtiferðaskipunum eru um helmingur tekna hafnarinnar og ef þeirra nyti ekki við þyrfti niðurgreiðslu úr bæjarsjóði til að vega upp tapreksturinn.

Meðaleyðsla farþega í landi árið 2018 var 16.500 krónur. Um 29% þeirrar eyðslu voru í handverk og minjagripi, föt og mat og drykk í landi. Það voru um 4.800 krónur á hvern farþega, eða 500 milljónir eingöngu í verslun og veitingar á Ísafirði yfir sumarið ef eyðslan er heimfærð yfir á alla farþega sem komu til bæjarins með skemmtiferðaskipum.

Samkvæmt minnisblaði sem Guðmundur lagði fyrir hafnarstjórn gerir bjartsýnasta sviðsmyndin ráð fyrir 35% tekjufalli, en sú svartsýnasta gerir ráð fyrir 60% tekjufalli Hafnarsjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni