Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins. Í henni kemur fram að í Danmörku hafi mengun minnkað um 35 prósent í stóru borgunum og það muni þýða að 80 færri látist af völdum mengunar á árinu en annars. Auk þess þýðir þetta að veikindadagar verða 61.700 færri.
Þetta kemur fram í minnisblaði frá Umhverfis- og orkumiðstöðvar landsins. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Ole Hertel, prófessor við umhverfisdeild Árósaháskóla, að þetta sýni hvaða heilsufarsávinning það hefur í för með sér að draga úr mengun.