fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Trump segir Bandaríkin rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 af alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Donald Trump er nú að rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 faraldrinum af mikilli alvöru. Þetta sagði Trump á fréttamannafundi í gærkvöldi. Hann sagði að bandarísk stjórnvöld væru ekki ánægð með Kínverja.

„Við teljum að það hefði verið hægt að stöðva þetta strax í upphafi. Það hefði verið hægt að stöðva þetta mjög fljótt og þetta hefði ekki breiðst út um allan heim.“

Sagði Trump sem hefur áður gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð þeirra við veirunni skæðu.

Í upphafi árs var Trump mikið fyrir að hrósa Kínverjum en síðan sneri hann blaðinu alveg við og hefur sakað kínversk stjórnvöld um að hafa ekki veitt fullnægjandi upplýsingar og/eða rangar upplýsingar um faraldurinn.

Hann hefur einnig sagt að það muni hafa afleiðingar fyrir Kínverja ef sannast að þeir beri ábyrgð á faraldrinum. Hann átti upptök sín í milljónaborginni Wuhan.

Í síðustu viku sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkin væru „mjög sannfærð“ um að Kínverjar hefðu gert mistök með því að tilkynna ekki um veiruna og hafi leynt því hversu hættuleg hún er. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur neitað þessu og segir að engin mistök hafi verið gerð eða því leynt hversu hættuleg veiran er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið