fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Stóra spurningin sem brennur á þjóðinni: Á ríkið að dæla peningum í ferðaþjónustufyrirtækin?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. apríl 2020 22:00

Kristr- Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er tekist á um í þjóðfélagsumræðunni núna með hvaða hætti ríkið á að koma ferðaþjónustufyrirtækjum til hjálpar við þær fordómalausu aðstæður sem nú eru uppi þar sem nánast hefur verið skrúfað fyrir allt tekjuinnflæði fyrirtækjanna. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku Banka, er í hópi þeirra sem telja að brúarlán dugi engan veginn og raunar sé það óæskilegt hlutverk fyrir fjármálafyrirtækin að meta hvaða ferðaþjónustu fyrirtæki eigi að fá fyrirgreiðslu. Kristrún telur að ríkið eigi að veita fyrirtækunum styrki en ekki lán og í þetta geti farið um 70-80 milljarðar.

Kristrún fór yfir þetta í viðtali við Kastljós í kvöld og hún viðraði sömu skoðanir í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu fyrir helgi. Hún bendir á að hefðbundnar skoðanir á hlutverki markaðar og ríkis eigi ekki við í þessum aðstæðum og ekkert fyrirtæki geti lifað af margra mánaða tekjuleysi. Ennfremur segir Kristrún að það sé einnig mikil áhætta að grípa ekki til aðgerða því það geti leitt til tekjuhruns ríkisins sem taki til sín um 40% verðmætasköpunar. Sameiginlegir sjóðir okkar muni rýrna mjög hratt ef ekkert verði að gert því þeir vaxi með hagvexti.

Kristrún var spurð í Kastljósi hvort það ætti þá fremur að veita brúargjöf en brúarlán og sagði hún að svo ætti að vera, að einhverju leyti.

Viðtalið hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum í kvöld og meðal þeirra sem leggja orð í belg er Skafti Halldórsson blaðamaður sem ritar:

„Nú eigum við að henda milljörðum í nánast gjaldþrota fyrirtæki upp á von og óvon um að einhvern tímann rofi til í ferðaþjónustunni. Ef til vill gerist það síðar að ferðamenn kjósi að koma til Íslands. Varla þó sem nokkru nemi á þessu ári. Fari fyrirtæki á hausinn standa hinar efnislegu eignir eftir hvað sem fyrirtækjum líður. Verði bankar að leysa til sín hótel, rútufyrirtæki og annað slíkt vegna gjaldþrota þá það. Ef glæðist í þessum ferðamannabransa er allt til staðar. Ef við gefum eigendum fyrirtækjanna stórfé til þess eins að halda þeim gangandi er það pottþétt glatað fé og ef fyrirtækin verða starfhæf að nýju verða eigendurnir ríkari á kostnað almennings. Þetta er sama hugsunin og er á bak við kvótakerfið. Gauka fé og hlunnindum að hinum ríku. Nomenklatura.“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, athafnamaður í ferðaþjónustu og flugi, kemur úr allt annarri átt og ritar áhugaverðan pistil um Kastljóssviðtalið. Hann vill benda þeim sem snúast gegn því að ríkið styðji við atvinnulífið í stað þess að einbeita sér að stuðningi við heimilin á eftirfarandi atriði:

„1. „Eitthvað annað“ verður ekki byggt upp á nýtt úr engu á stuttum tíma
2. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja fækkar störfum mest og varanlegast
3. Félagslegur kostnaður verður mestur og langvarandi ef fólk missir lífsviðurværi sitt
4. Þjóðhagslegt tap verður mest ef fjárfesting í atvinnutækjum og menntun í starfsgreininni verður kastað á glæ fyrir „eitthvað nýtt“, eins og sumir kalla eftir…
5. Heimilin tapa mestu á því að atvinnulífinu blæði – að störfum fækki varanlega og hvati til atvinnustarfsemi verði skertur.“

Pistil Þorvaldar og umræður um hann má lesa með því að smella hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Íbúar höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling

Morðin í Neskaupstað: Íbúar höfðu lengi haft þungar áhyggjur af Alfreð Erling
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans