Þetta skrifaði bandaríski læknirinn Tanner Hulin nýlega á Facebooksíðu sína. Færslan lýsir vel þeim hryllingi sem fylgir COVID-19 veirunni og verður vonandi sem flestum hvatning til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hvernig á að hegða sér á meðan faraldurinn gengur yfir. Hann bætti síðan eftirfarandi texta við:
„Ég hef heyrt margar mismunandi skoðanir um COVID. Sumar byggjast á persónulegri reynslu en aðallega eru þetta sömu fréttatilkynningarnar og færslur á samfélagsmiðlum. Vinsamlegast hugsið um nágranna ykkar, vini og ættingja áður en þið lýsið skoðun ykkar. COVID er ekkert grín. Ég vona að það að halda sig heima sé að ykkar mati lágt verð fyrir að lágmarka þann fjölda fjölskyldna sem geta ekki haldið utan um ástvini sína þegar þeir deyja. Að það að halda sig heima sé lágt verð fyrir að vernda þá sem eru viðkvæmir. Að þú endurmetir þá skoðun þína að hlutirnir „séu blásnir upp og ýktir“. Ég get fullvissað þig um að það er fólk um allan heim sem finnst heimurinn standa kyrr einmitt núna. Þessar skoðanir hljóta að særa það mikið.“