fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

„Ég hata þessa veiru. Ég hata að fjölskyldur verði að syrgja í einangrun“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:59

Tanner Hulin, Mynd:Tanner Hulin/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gærkvöldi hélt ég símanum mínum svo eiginkona gæti rætt við manninn sinn á FaceTime þegar hann lést af völdum COVID. Hún talaði við hann eins og ekkert okkar hinna væri í stofunni og að þau væru að borða afmæliskvöldverð (í næsta mánuði). Hún sagði honum frá öllu því sem hún myndi sakna þegar hann væri farinn og þakkaði honum fyrir að vera besti eiginmaðurinn og faðirinn. Þrátt fyrir að hann gæti ekki svarað, sást í augum hans að hann þekkti rödd hennar. Ég hata þessa veiru. Ég hata að fjölskyldur verði að syrgja í einangrun.“

Þetta skrifaði bandaríski læknirinn Tanner Hulin nýlega á Facebooksíðu sína. Færslan lýsir vel þeim hryllingi sem fylgir COVID-19 veirunni og verður vonandi sem flestum hvatning til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hvernig á að hegða sér á meðan faraldurinn gengur yfir. Hann bætti síðan eftirfarandi texta við:

„Ég hef heyrt margar mismunandi skoðanir um COVID. Sumar byggjast á persónulegri reynslu en aðallega eru þetta sömu fréttatilkynningarnar og færslur á samfélagsmiðlum. Vinsamlegast hugsið um nágranna ykkar, vini og ættingja áður en þið lýsið skoðun ykkar. COVID er ekkert grín. Ég vona að það að halda sig heima sé að ykkar mati lágt verð fyrir að lágmarka þann fjölda fjölskyldna sem geta ekki haldið utan um ástvini sína þegar þeir deyja. Að það að halda sig heima sé lágt verð fyrir að vernda þá sem eru viðkvæmir. Að þú endurmetir þá skoðun þína að hlutirnir „séu blásnir upp og ýktir“. Ég get fullvissað þig um að það er fólk um allan heim sem finnst heimurinn standa kyrr einmitt núna. Þessar skoðanir hljóta að særa það mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga