fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Fjöldauppsagnir bíða næstu viku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. apríl 2020 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru engin ný tíðindi af þessum fundi. Þetta var bara upplýsingafundur sem við höldum mjög reglulega til að halda fólki upplýstu og svara spurningum. Ekkert var tilkynnt um uppsagnir á þessum fundi,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við DV, í tilefni starfsmannafundar sem Icelandair hélt í dag.

Ásdís bendir á að reglulegir upplýsingafundir séu nauðsynlegir á þessum tímum þegar stór hluti starfsmanna vinnur heima hjá sér.

Margir starfsmenn áttu hins vegar von á að tilkynnt yrði um fjöldauppsagnir í dag. Af því varð ekki. Aðspurð segir Ásdís ekki liggja fyrir núna hvenær tilkynnt verði um uppsagnir. „En það verður tilkynnt þegar það liggur fyrir. En það voru engin tíðindi á þessum fundi. Þetta var bara einn af þessum reglulegu upplýsingafundum.“

Ásdís viðurkennir að uppsagnir hafi verið til umræðu á fundinum og reynt að bregðast við spurningum fólks en engar nýjar upplýsingar hafi komið fram fram yfir það sem áður hefur verið tilkynnt um.

Fyrsti maí er næstkomandi föstudag og má gefa sér að tilkynnt verði um uppsagnir fyrir þann tíma. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði og minnkaði starfshlutfall hjá meirihluta starfsmanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Í gær

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna