Allt hófst þetta með því að embættismaður í heimavarnarráðuneytinu sagði að sótthreinsiefni á borð við klór gætu drepið veiruna á yfirborðsflötum.
„Ég sé að sótthreinsiefni drepa veiruna á einni mínútu.“
Sagði Trump á fréttamannafundinum í gær að sögn NBC News.
„Getum við gert það með því að sprauta þessu í fólk? Maður sér að veiran leggst á lungun og það gæti verið spennandi að rannsaka þetta.“
Vin Gupta, læknir, sagðist í samtali við NBC News ráðleggja öllum að halda sig fjarri tilraunum sem þessum því sótthreinsiefni, eins og klór, séu eitruð og hættuleg.
„Hugmyndin um að sprauta eða innbyrða hreinsiefnum í einhverju formi er óábyrg og hættuleg.“
Sagði hann og bætti við að það væri þekkt leið við sjálfsvíg að nota sótthreinsandi efni og að lítið magn geti orðið fólki að bana.
Fleiri læknar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum og varað við tillögu Trump. Fyrir nokkrum vikum talaði hann fyrir notkun malaríulyfsins hydroxyklorokin gegn veirunni en tölur frá bandarísku sjúkrahúsi sýna að fleiri létust, sem fengu lyfið, en þeir sem fengu hefðbundna meðferð.