fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segja Trump finna til innilokunarkenndar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 19:30

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna COVID-19 faraldursins hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ekki farið úr Hvíta húsinu í fimm vikur. Eftir því sem Washington Post segir þá er forsetinn farinn að finna til innilokunarkenndar. Hann og eiginkonan, Melania, neyðast til að vera heima og fara eftir fyrirmælum yfirvalda um að vera heima, svokölluð „stay at home order“.

En eins og margir þeirra 200 milljóna Bandaríkjamanna sem fyrirmælin ná til þá nýtur Trump ekki dvalarinnar heima við í einangrun.

„Forsetinn er mjög pirraður. Honum finnst hann vera innilokaður. Hann hlakkar mikið til að komast aftur út og hitta kjósendur sína.“

Hefur Washington Post eftir heimildamanni í Hvíta húsinu. Blaðið segir jafnframt að það hafi verið „innilokunarkennd“ Trump sem varð til þess á mánudaginn að hann krafðist þess að innflytjendum yrði bannað að koma til landsins næstu vikurnar.

„Trump hefur einfaldlega of mikinn tíma til að horfa á sjónvarpið. Hann horfði á Tucker Carlson, á Fox News, segja skoðun sína. Aðeins klukkustund síðar viðraði Trump sömu hugmynd á Twitter.“

Sagði fréttakonan Rachel Maddow á MSNBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu