fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Trump segir hugsanlegt að COVID-19 veiran komi aldrei aftur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur átt í orðaskaki við Robert Redfield, yfirmann bandarískra heilbrigðisyfirvalda, vegna hugsanlegs seinni faraldurs COVID-19 í haust. Redfield sagði nýlega í samtali við BBC að mjög líklega myndi önnur holskefla COVID-19 ríða yfir í haust og gæti það orðið á hinum hefðbundna inflúensutíma sem myndi gera ástandið mun verra.

En á fréttamannafundi Trump í gær sagði hann að orð Redfield hefðu verið rangtúlkuð og að Redfield myndi senda frá sér fréttatilkynningu síðar þar sem hann myndi orða hlutina öðruvísi. En það mun ekki gerast segir Redfield. Washington Post segir að Redfield hafi sagt að hárrétt hafi verið haft eftir honum um hvað muni hugsanlega gerast í haust.

Þess utan hefur Anthony Fauci, sérfræðingur ríkisstjórnar Trump í veirusmitum, sagt að hann eigi von á að COVID-19 herji að minnsta kosti fram á haustið.

Trump hélt því samt sem áður fram á fréttamannafundinum að hugsanlega muni kórónuveiran „aldrei snúa aftur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”