fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fjölskylduhjálp Íslands tekur bara við umsóknum úr Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 08:00

Beðið eftir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil neyð ríkir hjá mörgum og margir eru komnir á ystu nöf. Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, um stöðuna í þjóðfélaginu. Fjölskylduhjálpin mun úthluta matvælum, til þeirra sem þurfa aðstoð, á morgun, föstudag og laugardag.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ásgerði Jónu að eingöngu verði tekið við umsóknum frá íbúum í póstnúmerum 101-116 fyrst um sinn. Ástæðan er takmarkað fjármagn. Hægt er að sækja um á heimasíðu Fjölskylduhjálparinnar.

Haft er eftir Ásgerði að gríðarlegur fjöldi fólks sé í mikilli neyð og að margir séu komnir fram á ystu nöf.

„Við höfum fengið fjöldann allan af tölvupóstum og skilaboðum frá fólki sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, grætur jafnvel í símtölum til okkar. En fólk getur sótt um hjá okkur og svo sótt til okkar mat. Við munum fylgja öllum reglum og gæta allra varúðarráðstafana, hér verða tveir metrar á milli manna og engin snerting á milli fólks.“

Þeir sem fá úthlutun fá upplýsingar tölvupósti eða smáskilaboðum um hvenær þeir geta nálgast úthlutunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi