Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ásgerði Jónu að eingöngu verði tekið við umsóknum frá íbúum í póstnúmerum 101-116 fyrst um sinn. Ástæðan er takmarkað fjármagn. Hægt er að sækja um á heimasíðu Fjölskylduhjálparinnar.
Haft er eftir Ásgerði að gríðarlegur fjöldi fólks sé í mikilli neyð og að margir séu komnir fram á ystu nöf.
„Við höfum fengið fjöldann allan af tölvupóstum og skilaboðum frá fólki sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, grætur jafnvel í símtölum til okkar. En fólk getur sótt um hjá okkur og svo sótt til okkar mat. Við munum fylgja öllum reglum og gæta allra varúðarráðstafana, hér verða tveir metrar á milli manna og engin snerting á milli fólks.“
Þeir sem fá úthlutun fá upplýsingar tölvupósti eða smáskilaboðum um hvenær þeir geta nálgast úthlutunina.