Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem voru nýlega birtar í vísindaritinu Science segir í umfjöllun Smithsonian Magazine.
Fram kemur að vísindamenn hafi fundið bein úr tegundunum Australopithecus africanus, Paranthropus robustus og Homo erectus, sem kom á undan Homo sapiens, í hellum nærri Jóhannesarborg. Ekki er vitað hversu mikil samskipti voru á milli tegundanna en gögn benda til að þær hafi lifað saman í nokkurri sátt.
„Við vitum að þessi gamla hugmynd, um að þegar ein tegund verði til deyi önnur tegund út án þess að þær skarist, stenst ekki.“
Er haft eftir Andy Herries, steingervingafræðingi við La Trobe háskólann í Ástralíu.
Í nýju rannsókninni fundust elstu leifarnar sem fundist hafa til þessa af höfuðkúpu Homo erectus. Smithsonian Magazine segir að steingervingarnir séu taldir vera á milli 2,04 milljón ára og 1,95 milljón ára. Það er 100.000 árum eldra en áður var talið.
Ekki eru allir steingervingafræðingar sannfærðir um að höfuðkúpan sé af Homo erectus. Rick Potts sagði í samtali við Smithsonian Magazine að höfuðkúpa sé af 2-3 ára barni og það geri rannsókn hennar erfiðari.