fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Danska ríkið þarf að fá 5.000 milljarða lánaða á næstu mánuðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 18:00

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu fjórum mánuðum þarf danska ríkið að verða sér úti um sem svarar til um 5.000 milljarða íslenskra króna að láni eða 250 milljarða danskra króna. Þetta er auðvitað mjög há upphæð og ekki einfalt mál að útvega hana að mati hagfræðinga.

Þessi mikla lánsfjárþörf er tilkomin vegna COVID-19 faraldursins og þeirra miklu útgjalda sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til í því skyni að reyna að milda efnahagsleg áhrif faraldursins.

Í mars 2017 tilkynnti þáverandi fjármálaráðherra landsins, Kristian Jensen, að þau merku tímamót hefðu átt sér stað að ríkissjóður hefði greitt síðustu afborgunina af láni upp á 1,5 milljarða dollara og þar með skuldaði ríkissjóður ekki neitt í erlendri mynt í fyrsta sinn í 183 ár.

En nú er nokkuð ljóst að leita þarf út fyrir landsteinana og fá lánað í erlendum myntum. Ríkissjóður býr svo vel að eiga 130 milljarða danskra króna á reikningi í Seðlabankanum og það er auðvitað hægt að nota þessa peninga. Seðlabankinn á einnig digra sjóði og getur væntanlega lánað ríkissjóði til skamms tíma. Hagfræðingar telja að síðan verði sú leið farin að gefa út skuldabréf til 2 til 30 ára til að mæta lánsfjárþörfinni.

Danmörk er eitt aðeins tíu ríkja heims sem er með hæstu einkunn hjá lánshæfisfyrirtækjunum eða AAA og það eru auðvitað góðar fréttir þegar þarf að fá lán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn