fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Boðskapur prófessors: Ríkið getur ekki bjargað okkur og nota þarf gjaldeyrisvaraforðann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, fer yfir stöðu efnahagsmála í skugga COVID-19 faraldursins og samkvæmt honum er útlitið svart. Þetta kemur fram í grein Ragnars í Morgunblaðinu í dag. Ragnar fer yfir tekjusamdráttinn í höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar og dregur upp mynd af hinum efnahagslega veruleika:

„Hvernig sem málunum er snúið er hinn beinharði efnahagslegi raunveruleiki sá að þjóðin mun framleiða miklu minna af verðmætum á árinu 2020 en hún gerði á árinu 2019. Munurinn er sem fyrr segir líklega svona 10-15%. Þjóðarframleiðslan skiptist í fyrstu umferð milli vinnuafls og fjármagns. Hið opinbera tekur síðan sinn skerf af hvoru tveggja. Óhjákvæmilegt er að þessir aðilar taki á sig þennan samdrátt í einhverjum hlutföllum. Lítið gagn er að því að rífast um þá skiptingu.“

Ragnar segir að bregðast þurfi við af skynsemi til að lágmarka tjónið. Opinberir aðilar geti hins vegar ekki verið bjargræði því þeir framleiði ekki, skapi ekki verðmæti:

„Mikilvægt er að átta sig á því að hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög, getur ekki verið hjálpræði í þessari stöðu. Þessir aðilar eru ekki framleiðendur. Þeir ráðstafa einungis þeirri framleiðslu þjóðarinnar sem hún lætur þeim í té með sköttum. Þeir búa ekki heldur yfir verðmætum sem unnt er að ausa af þegar í harðbakkann slær. Hugmyndir um að vegna þess að ríkissjóður Íslands sé ekki eins skuldsettur og ríkissjóðir sumra annarra landa geti hann komið til hjálpar er misskilningur á eðli efnahagsvandans. Það eina sem hið opinbera getur gert er að hjálpa við að dreifa byrðunum milli landsmanna og yfir tíma. Ekki er unnt að færa verðmæti sem verða til í framtíðinni til nútímans. Hins vegar kann að vera unnt að telja suma á að minnka sína eyðslu núna gegn því að fá meira í framtíðinni. Þetta heitir að taka lán. Að því gefnu að við tökum sæmilega réttar ákvarðanir á öðrum sviðum efnahagslífsins og komumst þar með hratt upp úr yfirstandandi kreppu er efalítið skynsamlegt að ganga á eignir eða taka lán nú til að halda uppi neyslu og fjárfestingu.“

Gjaldeyrisvarasjóðinn þarf að nýta

Ragnar bendir á að þjóðin eigi 800 milljarða króna í varagjaldeyrissjóði. Sjálfsagt sé að nota hluta af honum til að fleyta okkur yfir erfiðleikana:

„Þjóðin á einn sjóð raunverulegra verðmæta. Það er gjaldeyrisvarasjóðurinn. Í honum liggur mjög há upphæð, nálægt 800 milljörðum króna á litlum sem engum vöxtum. Sjálfsagt virðist að nota hluta þessa sjóðs til að brúa óhjákvæmilegan gjaldeyrishalla vegna kreppunnar og koma þar með í veg fyrir enn frekari gengislækkun krónunnar og verulega verðbólgu í framhaldinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra