fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

12 klukkustunda hryllingur – Að minnsta kosti 16 myrtir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 05:55

Gabriel Wortman. Mynd:Kanadíska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liðu 12 klukkustundir frá því að fyrsta skotinu var hleypt af þar til endi var bundinn á morðæði tanntæknisins Gabriel Wortman. Áður náði Wortman, sem var 51 árs, að myrða að minnsta kosti 16 manns. Eftir eftirför lögreglu tókst að króa hann af og skutu lögreglumenn hann síðan til bana. Ekki er vitað af hverju Wortman lagði upp í þessa hryllingsferð en lögreglan segir að ekkert bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Wortman ók um Nova Scotia í Kanada í gær og skaut fólk til bana. Lögreglan skýrði frá því í nótt að hann hafi myrt að minnsta kosti 16 manns en ekki er talið útilokað að fórnarlömb hans hafi verið fleiri en það.

Meðal fórnarlamba Wortman er lögreglukonan Heidi Stevenson. Hún hafði starfað í lögreglunni í 23 ár. Hún lætur eftir sig tvö börn.

Heidi Stevenson var myrt af Wortman. Mynd:Kanadíska lögreglan

Wortman ók meðal annars um á bíl sem leit út eins og lögreglubíll og klæddur sem lögreglumaður, að hluta að minnsta kosti,  og skaut á fólk af handahófi. Lögreglan birti meðfylgjandi mynd af lögreglubílnum, sem Wortman ók, á Twitter og benti fólki sérstaklega á númerið sem er í rauða hringnum á myndinni. CBC segir að 12 klukkustundir hafi liðið frá því að Wortman hleypti fyrsta skotinu af í Portapique þar til hann var skotinn til bana á bensínstöð í Enfield sem er um 100 km frá Portapique.

Bíllinn sem Wortman ók um á. Mynd:Kanadíska lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Enginn treystir Trump
Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög