,,Við vorum að byrja að veiða og fengum fljótlega einn lítinn urriða,“ sögðu þau Björn Áki Jóhannsson og Ásta Björg Jósepdóttir sem voru við veiðar við Meðalfellsvatn á fyrsta degi sem mátti veiða í vatninu í gær og útiveran var feikna góð.
,,Þetta var virkilega gaman,“ sögðu þau og Björn Áki kastaði flugunni fimlega og Ásta Björg kastaði flottu bleikjustönginni sinni. Flott stöng. Þau fengu skömmu seinna hálfs punda urriða.
Fleiri veiðimenn voru víða við vatnið að reyna. Í Bugðunni voru allavega þrír veiðimenn að reyna en vatnið í ánni var mikið en menn reyndu.
Lífið er skrítið þessa dagana, enginn hreyfing fyrir utan Kaffi Kjós, sem er alltaf búið að opna á þessum árstíma. En þetta kemur með tíð og tíma. En veiðin er byrjuð í Meðalfellsvatni og það er fyrir mestu núna.
Mynd. Björn Áki Jóhannsson og Ásta Björg Jósepsdóttir við Meðalfellsvatn seinni parinn í gær. Mynd María Gunnardóttir.