,,Ísinn er orðinn þunnur á mörgum vötnum eins og Kleifarvatni en það er ekki langt í að hann fari endalega af enda veiðin að byrja,“ sagði veiðimaður sem kíkti á aðstæður við vatnið í gær. Dagurinn í gær markaði upphaf tímabilsins í vatninu.
Bubbi Morthens sagði fyrir fáum dögum að ísinn væri að fara á Meðalfellsvatni og þar geta veiðimenn farið að byrja veiðiskapinn heldur betur . Sama staða er ekki í Hreðavatni í Borgarfiði þar sem ísinn er ansi þykkur ennþá en veiðin má hefast þar 1.maí. Ísinn hefur nægann tíma að brána þessa dagana þar. Þetta á við á mörgum vötnum víða land, ísinn er ennþá.
Það er spáð fínu veðri næstu daga og það vilja allir. Þess vegna hverfur ísinn á allra næstu dögum og veiðimenn á öllum aldri geta farið til veiða.
Mynd. Staðan við Hreðavatn í Borgarfirði fyrir fáum dögum. Mynd María Gunnarsdóttir.