Samkvæmt frétt AFP þá bættu yfirvöld 1.290 dauðsföllum við lista yfir látna. Einnig var 325 bætt við lista yfir smitaða og eru staðfest smit í borginni því 50.333.
Yfirvöld segja að mörg mál hafi verið rangt skráð eða hafi ekki verið inni í fyrri uppgjörum. DPA segir að margar heilbrigðisstofnanir hafi ekki sent skýrslur um andlát og smit fyrr en seint og um síðir og því hafi þær tölur ekki verið inni í fyrri uppgjörum. Auk þess hafi margir látist heima því sjúkrahús borgarinnar hafi verið yfirfull.