fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Sakar ríkisstjórnina um leynimakk – Er verið að blekkja hjúkrunarfræðinga?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 22:43

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamninga þann 10. apríl eftir langt og strangt samningsferli. Hins vegar hefur verið ákveðið að efni samningsins verði ekki birt opinberlega fyrr en samningar hafa verið kynntir fyrir hjúkrunarfræðingur. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, telur það með vilja gert til að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga um samninginn, ef samningarnir væru góðir þá væri engin ástæða til að halda efni þeirra leyndu.

„Kæra ríkisstjórn. Fyrir tæpri viku voru undirritaðir kjarasamningar við hjúkrunarfræðinga. Enn hefur ekkert heyrst um hvert efnislegt innihald þessara samninga er og sagan er að það eigi að segja sem minnst um það þangað til búið er að kynna og kjósa um samninginn,“ skrifar Björn Leví í færslu á Facebook

„Ég sé bara eina ástæðu fyrir slíkri leynd um kjarasamningana. Enginn hefur neitt til þess að monta sig af … af því að samningarnir sem voru undirritaðir eru ekki góðir.“

Björn rifjar upp launin sem hann hafði sem sérfræðingur hjá menntastofnun. Þá var byrjunarkaup hans 505 þúsund krónur fyrir 6 árum og var komið upp í 612 þúsund fyrir fjórum árum. Árið 2017 voru algengustu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga 359 þúsund krónur fyrir fullt starf. Þó svo störf hjúkrunarfræðings og sérfræðings hjá menntastofnun séu ekki fyllilega sambærileg þá tilheyri þau bæði tveimur helstu grunnstoðum samfélagsins. .

„Ég hef áhyggjur af þessum samningum. Ég hef áhyggjur af því að þeir nái hvorki tilætluðum árangri miðað við skort á hjúkrunarfræðingum né væntingum um að mat á mikilvægi endurspeglist í launum. Ég hef áhyggjur af því að pukrið með innihald saminganna sé til þess að forðast umfjöllun og samanburð sem gæti haft áhrif á atkvæðagreiðslu um þá. Að ef samningarnir verða samþykktir, og í ljós kemur að þeir eru í raun langt frá væntingum miðað við samanburð við aðra og samanburð við mikilvægi, þá verði vonbrigði vegna þessarar málsmeðferðar. Að leyndin og pukrið hafi verið notað til þess að blekkja.“

Væru samningarnir virkilega góðir þá þyrfti engan feluleik fram yfir atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga.

„Þannig að, kæra ríkisstjórn. Hættið þessu pukri og leynimakki og sýnið okkur hversu vel þið gerðuð fyrir eina mikilvægustu starfsstétt landsins.

(ég hef fleiri ástæður til þess að ætla að samningarnir séu ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir, en leynimakkástæðan dugar)“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er nú hafist handa við að kynna samninginnn félagsmönnum sínum. Samkvæmt heimildum DV efast þó nokkrir hjúkrunarfræðingar, sem samningurinn hefur verið kynntur fyrir, um ágæti þeirra. Kynning á samningnum fer fram þessa daganna og geta hjúkrunarfræðingar fylgst með streyminu í gegnum þeirra síður hjá félaginu.  Þar er einnig kynningarefni aðgengilegt. Rafræn skilríki eða íslykil þarf til að skrá sig inn og er ekkert af kynningarefninu eða nokkrar upplýsinga rum efni samningsins aðgengilegt almenning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra