Fyrir um þremuri opnaði Sigríður Elfa Elídóttir netverslunina Fotia.is sem selur snyrtivörur. Sigríður var þá í námi í rekstrarverkfræði. Þessi aukavinna með námi vatt hins vegar hratt upp á sig því verslunin sló í gegn og við fyrirtækið starfa nú níu manns auk Sigríðar og unnusta hennar. Fotia.is býður upp á fjölbreyttar snyrtivörur þar sem saman fara gæði og hagstætt verð. Flestar vörurnar koma frá Bandaríkjunum en einnig eru einhverjar framleiddar í Bretlandi.
„Við leggjum áherslu á vandaðar snyrtivörur á hagstæðu verði og að verð sé svipað og erlendis. Þetta eru töluvert miklar gæðavörur og margar vörurnar eru umhverfisvænar og vegan-vörur, í bland við annað. Við kappkostum að halda álagningu í hófi því ég vil hafa álagningu lága,“ segir Sigríður.
Vörumerkin eru um 15, úrvalið spannar alhliða snyrtivörur en í augnablikinu eru tvö bandarísk húðvörumerki vinsælust: Mario Badescu og First Aid Beauty. Þó að konur séu í meirihluta meðal viðskiptavina Fotia.is segir Sigríður að karlar kaupi töluvert af húðvörunum.
Auk netverslunarinnar rekur fyrirtækið hefðbundna verslun í Skeifunni 19, Reykjavík. Hún er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 17. Mikið er að gera í versluninni í Skeifunni og segir Sigríður að viðskiptavinir taki þeim möguleika fagnandi að geta mætt á staðinn, prófað vörurnar og fengið ráðgjöf.
Sem fyrr segir eru Sigríður og unnusti hennar með samtals níu manns í vinnu, þar af eru þrír í fullu starfi en aðrir í hlutastarfi. „Starfsfólkið stendur vaktina í versluninni í Skeifunni auk þess að afgreiða allar pantanir í vefversluninni,“ segir Sigríður.
Fotia.is er sístækkandi fyrirtæki og ljóst er að þessi verslun höfðar mjög til fólks sem hefur áhuga á snyrtivörum og húðvörum. Gott er að kynna sér úrvalið á vefsvæðinu Fotia.is en Fotia.is er einnig á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum.