,,Þetta er merkilega góð veiði miðað við aðstæður enda verið mikið vetrarríki í vetur. Samkvæmt okkar bókum eru komnir um 100 fiskar úr Eyjafjarðaránni núna,“ sagði Jón Gunnar Benjamínsson er við inntum frétta af veiði í nágrenni Akureyri.
Þessi veiði verður að teljast mjög góð en 100 fiskar eru skráðir í veiðibókina og sá stærsti er 88 sentimetra á þessum árstíma.
,,Við erum hæstánægðir með þessa veiði hjá okkur,“ sagði Jón Gunnar sem sagðist ekkert hafa farið ennþá að veiða i vor. En það mun örugglega koma að því.
Mynd. Hermann Brynjarsson með flottann urrriða úr Eyjafjarðará.