fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

15 milljarða tjón þjóðarbúsins á viku vegna COVID-19 faraldursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hverri viku tapar þjóðarbúið líklega 15 milljörðum króna vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er mat Kristrúnar Frostadóttur, aðalhagfræðings Kviku banka. Hún segir að samdráttur hagkerfisins á meðan á samkomubanni stendur jafngildi 20 til 25 prósentum en höggið sé stærst fyrir ferðaþjónustuna en einnig sé mikill samdráttur á mörgum öðrum sviðum efnahagslífsins.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Kristrúnu að ekki sé ósennilegt að landsframleiðsla muni dragast saman um 8 til 10 prósent á þessu ári en það er svipaður samdráttur og gert er ráð fyrir í Evrópu en í Bandaríkjunum er rætt um 6 prósent samdrátt.

„Sú staðreynd að íslenskt hagkerfi er mjög háð tekjum af ferðaþjónustu þýðir að við gætum verið í efri endanum á þessu bili. Þá mun það einnig hafa mikil áhrif hversu lengi áhrifa veirunnar gætir og ef framlengja þarf samkomubannið eða setja það á í einhverri mynd aftur, þegar líður á árið, geta áhrifin hæglega orðið meiri.“

Er haft eftir Kristrúnu sem benti á að ástandið væri fordæmalaust og því hæpið að hefðbundin hagstjórnartæki komi að nægilega miklu gagni til að varðveita þrótt hagkerfisins. Einnig geti verið varhugavert að breyta bankakerfinu í einhverskonar hamfarasjóð sem láni aðallega til fyrirtækja til að brúa algjört tekjuhrun hjá þeim.

„Það gæti veikt kerfið sem er ekki byggt upp til að mæta áföllum sem þessum. Ef þróttur kerfisins er nýttur til að bæta tekjutap fyrirtækja verður svigrúmið til að lána til fjárfestinga mun minna og viðspyrnukraftur kerfisins því veikari en ella.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“