fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Sósíalisti kemur stórútgerðinni til varnar vegna reiðilesturs Katrínar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 12:30

Haukur Arnþórsson Mynd-Sósíalistaflokkur Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Arnþórsson, stjórnmálafærðingur, skrifar inn í hóp sósíalista á Facebook í dag um þá kröfu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að útgerðirnar dragi til baka milljarða kröfur sínar á ríkissjóð vegna makrílúthlutunar.

Katrín sagði á Alþingi í gær að hún hefði reiðst þegar hún hefði komist að því að sjö fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu gert kröfu á ríkið upp á 10.2 milljarða, auk vaxta, vegna meints fjártjóns vegna makrílkvóta sem fyrirtækin fengu ekki á árunum 2011-2018:

„Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­ar­lega ánægð með þá sam­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­mætt. En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­lega tíu millj­arða vegna mak­rílút­hlut­un­ar,“

sagði Katrín.

Lögin siðlaus

„Hér er forsætisráðherra að beina skömminni í ranga átt til að hlífa sér og Vg. Staðreyndin er sú að alþingismenn gengu frá lögum um stjórn fiskveiða. Þau eru algerlega siðlaus. Skömmin er alþingismannanna sem settu þau lög og hafa látið þau viðgangast. Hér er m.a. átt við Vg,“

segir Haukur.

Sósíalistar hafa sögulega séð ekki beinlínis verið fullir samúðar í garð útgerðarfyrirtækja hér á landi og tekur Haukur fram að hann sé ekki að verja siðferði þeirra:

„Enda þótt siðferði stórútgerðarinnar verði ekki varið hér – þá er ekki óeðlilegt að íslensk fyrirtæki sæki sér þann rétt sem þau eiga lögum samkvæmt – ef þau eiga hann raunverulega. Alþingismenn ættu að vera ábyrgir fyrir tjóninu, þeir eiga að setja réttlát lög – en þeir geta ekki sagt aðilum í samfélaginu að afsala sér lagalegum rétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni