Fátækrahverfin hafa verið sögð vera tifandi tímasprengur hvað varðar smit. Í Dharavi hafa nú þegar 55 smit af völdum COVID-19 verið staðfest og sjö hafa látist af völdum veirunnar að sögn Times of India.
Heilbrigðisstarfsmenn eru nú farnir að ganga á milli húsa í hverfinu til að taka sýni úr íbúunum en þeir eru ekki alltaf mjög samstarfsfúsir. Embættismenn segja að margir séu hræddir við veiruna en óttist meira að missa vinnuna og að verða fluttir í sóttkví.