fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Manst þú eftir hóstahneykslinu í „Viltu vinna milljón“? – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 05:47

Ingram í þættinum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert ótrúlegasti keppandinn sem við höfum nokkru sinni haft. Þú hefur unnið eina milljón punda!“ Þetta hrópaði Chris Tarrant, stjórnandi bresku útgáfunnar af „Viltu vinna milljón“nánast þegar hann faðmaði Charles Ingram að sér. En Ingram fékk aldrei ávísunina því fljótlega komu upp grunsemdir um að hann hefði haft rangt við.

Það eru 19 ár síðan þetta átti sér stað og nú er verið að fara af stað með gerð sjónvarpsþáttaraðar um málið sem hefur verið nefnt „hóstahneykslið“.

„Sagan er næstum eins og „Ocean‘s Eleven“ eða „Mission Impossible“ en bara með millistéttarfólki frá Wilshire. En í staðinn fyrir að renna sér niður skýjakljúfa notuðu þau uppsláttarrit. En markmiðið var það sama, að ræna milljón pundum.“

Sagði James Graham, höfundur þáttanna, í samtali við BBC.

Það var í september 2001 sem Ingram sat í stólnum andspænis Tarrant og gerði sér vonir um að vinna milljón pund. Strax í fyrstu spurningunum, sem teljast nokkuð auðveldar, leit þetta ekki vel út hjá honum. Sérstaklega þegar hann var spurður hvaða flytjandi hefði átt smellinn „Born To Do It“ árið 2000. Hann þekkti engan af svarmöguleikunum fjórum sagði hann og skaut á Coldplay.

„Það er svarið mitt.“

Sagði hann og síðan var stutt hlé og hann skipti um skoðun:

„Ég svara D – Craig David.“

Sem var rétta svarið.

Þegar kom að spurningunni sem gaf 4.000 pund í aðra hönd var Ingram búin að nota tvær af þremur líflínum sínum en samt sem áður hélt hann áfram og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri rétt. Það tók oft nokkurn tíma fyrir hann að finna rétta svarið. En samtímis voru útsendingarstjórarnir farnir að taka eftir ýmsum undarlegum hlutum sem áttu sér stað í salnum.

Einni myndavél var beint að eiginkonu Ingram, Diana, sem var í salnum. Annarri var beint að næstu þátttakendum sem sátu og biðu eftir að komast í stólinn. Það var eitthvað undarlegt á seyði.

Í umfjöllun Independent kemur fram að ákveðið mynstur hjá Teckwen Whittock, sem beið eftir að komast í stólinn góða, athygli. Í hvert sinn sem Ingram var á rangri leið snýtti Whittock sér. Þegar Ingram var á réttri leið hóstaði Whittock. Margoft heyrðist ekkert í honum. Þá vildi svo til að Diana Ingram þurfti skyndilega að snýta sér eða ræskja og þá vildi svo til að eiginmaður hennar svaraði rétt. Á endanum hafði hann unnið eina milljón punda.

En milljónina fékk hann aldrei því framleiðendur þáttanna þvertóku fyrir að greiða honum svo mikið sem eitt pund þar til þeir hefðu komist til botns í málinu. Það endaði fyrir dómi árið 2003 þar sem Ingram-hjónin og Whittock voru ákærð fyrir að hafa staðið saman að svindli í þættinum. Þau neituðu öll sök en voru samt sem áður sakfelld og dæmd í skilorðsbundið fangelsi.

Þættirnir munu snúast um hvernig og ekki síst af hverju þau svindluðu. En James Graham segir að aðeins helmingi sögunnar sé gerð skil í þáttunum því hvað ef þremenningarnir voru í raun saklausir?

„Fjölmiðlar stilltu honum upp sem bjána sem gæti ekki vitað svörin við þessum spurningum. En Charles Ingram var með háskólagráðu í verkfræði, hafði sótt um inngöngu í Mensa og hafði fengið hana.“

Sagði hann í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin