Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sveinbirni að hugsanlega verði óskað eftir því að fólk sýni fram á að það sé með mótefni við veirunni áður en það ferðast á milli landa.
Blaðið segir að ríkisstjórnin hyggist kynna tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, um hvaða skref eigi að taka til að aflétta aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins, í dag. Á upplýsingafundi Almannavarna í gær sagði Þórólfur að hann telji að um langhlaup sé að ræða og það þurfi að fara hægt í að aflétta takmörkunum.
Þá hefur Morgunblaðið eftir Magnúsi Karli Magnússyni, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands, að rúmlega 400 klínískar rannsóknarmeðferðir séu nú í gangi um allan heim og því sé mikið að gerast varðandi COVID-19. Á móti séu það tæplega tíu lyf sem helst er horft til í baráttunni við veiruna.