fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Telur ólíklegt að hægt verði að opna landið fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði, segir að ósennilegt sé að hægt verði að opna landið fyrir ferðum til og frá því fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni. Það verði þó hægt ef hjarðónæmi myndast hér á landi en til þess þurfa nægilega margir að smitast af veirunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sveinbirni að hugsanlega verði óskað eftir því að fólk sýni fram á að það sé með mótefni við veirunni áður en það ferðast á milli landa.

Blaðið segir að ríkisstjórnin hyggist kynna tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, um hvaða skref eigi að taka til að aflétta aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins, í dag. Á upplýsingafundi Almannavarna í gær sagði Þórólfur að hann telji að um langhlaup sé að ræða og það þurfi að fara hægt í að aflétta takmörkunum.

Þá hefur Morgunblaðið eftir Magnúsi Karli Magnússyni, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands, að rúmlega 400 klínískar rannsóknarmeðferðir séu nú í gangi um allan heim og því sé mikið að gerast varðandi COVID-19. Á móti séu það tæplega tíu lyf sem helst er horft til í baráttunni við veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill