fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Pressan

Enn versnar ástandið í Bretlandi – 1,5 milljónir landsmanna hafa ekki efni á mat

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 herjar nú af miklum krafti á Breta og hafa á annan tug þúsunda manna látist af völdum veirunnar. Faraldurinn hefur einnig þau áhrif að milljónir manna fá ekki nóg að borða að sögn fjölda hjálparsamtaka.

Samkvæmt frétt The Guardian segja hjálparsamtökin Food Foundation að sífellt fleiri landsmenn fái ekki nóg að borða og að 1,5 milljónir hafi þurft að fara í gegnum að minnsta kosti heilan dag án þess að fá nokkuð að borða. Ástæðurnar eru annaðhvort að þeir hafa ekki efni á mat eða aðgang að mat.

Samtökin segja að þrjár milljónir manna búi á heimilum þar sem einhver hefur þurft að sleppa máltíðum. Rúmlega ein milljón manna hefur skýrt frá því að faraldurinn hafi haft þau áhrif að engar tekjur sé lengur að hafa. Þriðjungur þeirra á ekki rétt á aðstoð frá hinu opinbera. Tölurnar byggjast á könnun sem YouGov gerði fyrir Food Foundation í Englandi, Skotlandi og Wales í síðustu viku.

Anna Taylor, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að þessi vandi sé of mikill til að hjálparsamtök, sem reka mataraðstoð, og sveitarfélög geti tekist á við hann ein. Það þurfi að koma til aðstoð frá ríkisstjórninni sem verði að senda fjölskyldum, sem ekki hafa efni á mat, beinharða peninga.

Það sama segja forsvarsmenn annarra hjálparsamtaka sem reka mataraðstoð. Sabine Goodwin, hjá Independent Food Aid Network, sagðist óttast að viðbrögð ríkisstjórnarinnar séu of hæg og að ástandið muni „fara úr böndunum“. Hún sagði að allt að 300 prósent fleiri leiti nú aðstoðar hjá hjálparsamtökum til að fá mat og eigi þau fullt í fangi með að geta boðið upp á nægan mat handa öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana