Víðast hvar hafa yfirvöld mælt með því að fólk gæti þess að tveir metrar, hið minnsta, séu á milli fólks hvort sem verið er úti eða inni. Finnsku vísindamennirnir rannsökuðu hvaða áhrif það hefur ef einhver hnerrar í matvöruverslun á meðan viðkomandi stendur á milli vörurekka.
Niðurstaðan er að veirur berast með lofti langt frá þeim sem hóstar og að þetta geti tekið margar mínútur.
„Fólk, sem er smitað af kórónuveirunni, getur hóstað og yfirgefið húsið en skilið eftir sig litlar loftagnir sem bera veiruna með sér. Þessar agnir geta endað í öndunarfærum annarra.“
Sagði Ville Vuorinen, prófess við Aalto háskólann, að sögn Sky News.
Í þurrum hósta, sem er eitt einkenna COVID-19, eru agnirnar yfirleitt undir 14 míkrómetrum. Vísindamennirnir segja að svo litlar agnir endi ekki á gólfinu heldur berist með loftstraumum eða séu á sama stað.
Jussi Shane, hjá finnsku lýðheilsustofnuninni, segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni hversu mikilvægt sé að fólk haldi sig heima ef það er ekki fullfrískt.
Óvenjulega margir hafa grafið hlaupaskóna upp að undanförnu og eru farnir að skokka til að halda sér í formi og komast út á meðan faraldurinn gengur yfir. En miðað við það sem hollenskir og belgískir vísindamenn segja þá þurfa skokkarar að sýna aðgæslu og gæta að hvar þeir staðsetja sig ef þeir eru að skokka með öðrum.
Bert Blocken, prófessor, birt stutt myndband á Twitter af dreifingu loftagna frá fólki þegar það andar frá sér, hóstar eða hnerrar á meðan það er á göngu, hleypur eða hjólar. Myndbandið er byggð á niðurstöðum rannsókna hans og samstarfsfólks við KU Leuven og Eindhoven tækniháskólann.
(1/2) #COVID19 #SocialDistancing when walking/running/#cycling nearby non-family members. Summary in @hbvl & @HLN_BE. Message: keep exercising but stay outside slipstreams. Movie below: for walking.
Research @TUeindhoven @LeuvenU @ansys #CFD #aerodynamics #COVID #CoronaCrisis pic.twitter.com/LFA7EkU5xG— Bert Blocken (@realBertBlocken) April 7, 2020
Eins og sjá má í myndbandinu er öruggast að fólk sé hlið við hlið eða gæti þess að minnst fjórir til fimm metrar séu í manneskjuna fyrir framan.