fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta.

Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi.
Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið.

Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá verð ég sífellt vissari í minni sök um að það hafi með það að gera að þar er samræmi á milli sólar- og líkamsklukku.

Ég er búin að vera að hugsa um þetta síðustu daga, mér finnst ég aldrei vakna úthvíld hérna þrátt fyrir að fara alltaf snemma að sofa, sama með strákinn, hann fer snemma að sofa en mér finnst hann alltaf þreyttur á morgnana. Ég er viss um að við erum ekki ein um þetta!

Ástandinu má í raun líkja við þotuþreytu (enska: jetlag) eftir ferðalög yfir nokkur tímabelti, nema hvað þetta ástand er viðvarandi hjá okkur Íslendingum yfir vetrartímann og kallast klukkuþreyta (enska: social jetlag)

Rökin með því að leiðrétta klukkuna eru:
– mögulega dregur úr skammdegisþunglyndi og með því notkun þunglyndislyfja.
– námsárangur barna og unglinga gæti aukist (og greyin þurfa ekki að labba í skólann í kolniðamyrkri á morgnana)
– Notkun svefnlyfja myndi mögulega minnka þar sem svefnvandamálum myndi vonandi fækka.
– Jafnvel myndi draga úr öðrum heilsufarsvandamálum svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og fleira.

Rökin gegn því að leiðrétta klukkuna eru:
– einhverjir vilja frekar hafa bjart seinnipartinn.

Sjáið líka bara myndina af tímabeltunum, við ættum frekar að vera -2 hérna á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðvesturlandi heldur en nokkurn tímann 0 GMT!

Er þetta í alvörunni ekki no brainer?? Er ekki til of mikils að vinna til að leiðrétta klukkuna ekki?

Ég hreinlega skil ekki tregðuna til að breyta þessu.

Hvað finnst þér um klukkuna á Íslandi? Finnst þér að við ættum að breyta henni eða hafa hana óbreytta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fjölmenni í útför Denis Law í dag

Fjölmenni í útför Denis Law í dag
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera