fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Segir kröfur útgerðanna forkastanlegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. apríl 2020 12:42

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö útgerðir hafa krafið ríkið um ríflega 10 milljarða króna í skaðabætur auk vaxta á grundvelli þess að Hæstiréttur úrskurðaði í tveimur dómum árið 2018 að ekki hafi verið rétt staðið að úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2018. Þetta kemur fram í frétt á Kjarnanum.

Útgerðarfélögin sem hér um ræðir eru Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­Þinga­­nes hf., Loðn­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­stöðin hf.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, fer hörðum orðum um þessar kröfur útgerðarfyrirtækjanna og sakar þau um græðgi og óbilgirni. Hann fjallar um málið í pistli á Facebook-síðu sinni og segir:

Þessar kröfur eru forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni. Ágætt er að hafa í huga að dómurinn, sem kröfurnar byggja á, fjallaði ekki um að umrædd úthlutun hefði verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð. Álögur á útgerðir hafa löngum verið deilumál og að mínu mati hefur aðeins í tvígang tekist að koma þeim í eitthvert lag; annars vegar 2009-13 þegar sértæka auðlindagjaldið var sett á og svo núna, þar sem búið er að koma upp kerfi þar sem þriðjungur verðmætasköpunar fer í ríkissjóð og gjaldið hækkar í góðu árferði. Þar er sérstaklega hugað að uppsjávarveiði og nóg kvörtuðu þær útgerðir yfir því álagi. Holur hljómur er í þeim umkvörtunum nú og það hlýtur að þurfa að setjast sérstaklega yfir uppsjávarálagið, skoða hvort það sé nógu hátt. Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni