fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
EyjanNeytendur

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. apríl 2020 10:30

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi innsenda erinda til Neytendasamtakanna jókst um 25 prósent í marsmánuði miðað við sama tíma í fyrra. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir við Eyjuna að áhrif kórónuveirunnar mikil:

„Síminn stoppar ekki hjá okkur. Það hefur orðið alger sprenging hjá okkur og ljóst að áhrif veirunnar gætir víða,“ segir Breki. „Helstu málin sem brenna á landsmönnum snúa að flugferðum og líkamsræktarkortum,“

segir hann en erfiðlega hefur gengið að segja upp áskriftum líkamsræktarstöðva í mörgum tilfellum. Samningar séu misjafnir, en sé ekkert minnst á óvenjulegar eða óviðráðanlegar aðstæður í skilmálum, ætti að vera hægt að fara fram á afslátt í samræmi við hlutfall þeirrar þjónustu sem fellur niður.

Ósammála túlkun ÍSÍ

Breki nefnir einnig að öll starfsemi íþróttafélaganna hafi stöðvast og þar með megi skoða endurgreiðslu á æfingagjöldum:

„Æfingar hafa fallið niður hjá iðkendum, sem þó hafa greitt fyrir allt tímabilið. Því ber að skoða hvort íþróttafélögum beri ekki að endurgreiða gjöldin í hlutfalli við tímann sem fellur niður vegna samkomubannsins. Þar koma ýmsir kostir til greina, til dæmis að bjóða upp á fjarþjálfun, lengja tímabilið og annað slíkt. En hinsvegar ætti valið alltaf að vera neytandans, nema annað sé tekið fram í skilmálum. Ef hann getur ekki nýtt sér aðra kosti, ætti honum ávallt að standa endurgreiðsla til boða, það er ekki stætt á öðru.“

Breki er því ósammála túlkun Íþrótta – og ólympíusambands Íslands og UMFÍ, sem telur iðkendur ekki eiga rétt á endurgreiðslu.

Vörurnar sem þarf að varast

Í rannsókn sem gerð var af Evrópusamtökum neytenda kom í ljós að aðeins þriðjungur vara sem keyptar eru á netinu standast öryggiskröfur. Teknar voru fyrir 250 mismunandi vörur en 66% þeirra stóðust ekki öryggiskröfur af margvíslegum ástæðum.

Samtökin vilja að Evrópusambandið geri netverslanir ábyrgar fyrir þeim vörum sem seldar séu, það sé ekki hlutverk neytendasamtaka að hafa eftirlit með slíku.

Meðal þeirra vara sem uppfyllti ekki kröfurnar voru tannhvíttunarefni, reyk- og gasskynjarar, plastleikföng, USB hleðslutæki, breytisstykki og hleðslubankar og barnaföt með reimum, svo eitthvað sé nefnt.

Breki segir oft erfitt fyrir kaupendur hér á landi að leita réttar síns ef netvara fæst ekki afhent, þar sem margar vörur á netinu séu keyptar í umboðssölu þriðja aðila og oft sé um svikamyllur að ræða:

„Það spretta daglega upp nýjar síður sem bjóða góð kaup, en reynast síðan svikamyllur. Það er gott fyrir neytendur að nota trustpilot.com á netinu til að ganga úr skugga um hvort svo sé,“

segir Breki. Hann áréttar að þeir sem versli á netinu kanni hvort um traustan söluaðila sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda