,,Já, við fengum tvo fiska í Leirvogsá og þetta var mest neðst sem við veiddum, aðeins líf þar,“ sagði Árni Jónas Kristmundsson sem er aðeins búinn að renna um helgina og hann fékk þann fyrsta í Leivogsánni.
,,Í Varmá fengum við feðgar fjóra fiska, útiveran er góð,“ sagði Árni Jónas ennfremur sem hefur aðeins tekið úr sér hrollinn fyrir sumarið. Ekki veitir af.
En veiðimenn hafa aðeins farið um páskana en miklu minna en oft áður. Flestir hafa verið heima og hnýtt flugur fyrir fyrir sumarið. Inniveran getur haft þau áhrif að ótrúlegustu veiðimenn hafa verið að hnýta flugur og það er mjög skrítið, skal ég segja ykkur. En svona er þetta bara.
Mynd. Árni Jón Kristmundsson með urriða úr Leirvogsá.