Svo virðist sem veiðimenn hafi bara verið rólegir heima þessa páska og farið mjög lítið af veiða. Á vefnum Veiðidellan sést að veiðimenn hafa verið duglegir að hnýta enda eitthvert skrítnasta sumar í veiðinni að koma innan fárra daga.
Það þarf verulega skrítnar flugur fyrir þetta sumar sem er að ganga í garð, Reyndar veit enginn stöðuna en sjaldan hafa verið til eins mikið af veiðileyfum og núna. Enginn veit hvort erlendu veiðimennirnir koma eða hvert sumarið verður eitthvað alvöru. Allt bendir til að veiðimenn hérlendis fái nóg að veiða í sumar eða hvernig laxveiðin verður í sumar.
,,Maður veit ekki hvernig þetta verður eða hvort erlendu veiðimennirnir komi. Sumarið er stórt spuningamerki,“ sagði einn af veiðileyfasölunum sem ekkert veit frekar en ég og aðrir veiðimenn. En á meðan hnýta menn flugur sem á að reyna í sumar.
Mynd. Ungir veiðimenn fá vonandi að veiða eitthvað í sumar. Mynd Jón