Singapore hefur því þörf fyrir meira pláss fyrir herinn svo hann geti sinnt æfingum eins og skyldi. Herinn er með margar herstöðvar og æfingaaðstöður meðfram ströndum landsins en það dugir ekki til. En nú hefur verið ráðin bót á þessu því Singapore hefur samið við áströlsk yfirvöld um 25 ára samstarfssamning á sviði hermála. Singapor fær nú aðgang að svæðum, fyrir herinn, í Queensland en þessi svæði eru 10 sinnum stærri en Singapore.
Á þessum svæðum verða reist fullkomin æfingasvæði þar sem landherinn og flugherinn geta stundað æfingar. Einnig verður æft með ástralska hernum.
Samningurinn byggir á gildandi samningi frá 2016. Þegar búið verður að koma upp viðeigandi aðstöðu getur her Singapore stundað æfingar í Ástralíu í 18 vikur á ári og mega allt að 14.000 hermenn taka þátt í þeim. Samkvæmt gamla samningnum máttu æfingarnar ná yfir 6 vikur á ári og máttu allt að 6.000 hermenn taka þátt í þeim.
Singapore hefur einnig aðgang að nokkrum áströlskum herstöðvum og flugvöllum.