George var farinn að þjást af minnisleysi og fætur Bonnie voru orðnir ansi lélegir. En húmorinn og gleðin var enn í góðu lagi og ást þeirra til hvors annars hafði ekki minnkað með árunum. Schon vissi að þau elskuðu að búa saman og gat ekki hugsað sér að þau færu á dvalarheimili aldraðra þrátt fyrir að þau hefðu sjálf sæst á það.
Hann fór því að leita annarra leiða til að leyfa foreldrum sínum að eyða ævikvöldinu saman. Það þurfti að tryggja að þau gætu fengið þá aðstoð sem þau þyrftu á að halda vegna heilsufars þeirra.
Síðan sló hugmyndinni niður í huga hans og féllst eiginkona hans, Jennie, á hana. Þau fjarlægðu einn vegg í kjallaranum heima hjá sér og innréttuðu íbúð þar fyrir gömlu hjónin. Þau fengu eigin inngang og nægilegt rými. Rúsínan í pylsuendanum var síðan að ættingjar þeirra voru nærri til að annast þau og hjálpa.