fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sænsk sjúkrahús hætta með „kraftaverkakúr“ Trump gegn COVID-19 – „Við getum ekki útilokað að meðferðin valdi meira tjóni en hún kemur að gagni“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 06:50

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað þetta „kraftaverkakúr“ og heimilað notkun malaríulyfsins klórókíns í baráttunn gegn COVID-19. Frönsk yfirvöld hafa einnig heimilað notkun lyfsins. Vísindamenn víða um heim hafa bent á lyfið sem hugsanlega lækningu við kórónuveirunni skæðu. En margir sænskir læknar eru ekki eins sannfærðir og nú hafa mörg sænsk sjúkrahús hætt notkun lyfsins á COVID-19 sjúklinga.

Ástæðan er að sumir þeirra hafa fengið alvarlegar aukaverkanir. Expressen og Gautaborgarpósturinn skýra frá þessu.

„Við getum ekki útilokað að meðferðin valdi meira tjóni en hún kemur að gagni.“

Hefur Gautaborgarpósturinn eftir Magnus Gisslén, prófessor og yfirlækni, á sýkingadeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins.

Niðurstöður lítillar franskrar rannsóknar sýndu jákvæða virkni lyfsins gegn COVID-19 og því höfðu vaknað vonir um að það gæti komið að gagni gegn COVID-19. Donald Trump hefur til dæmis sagt lyfið „breyta stöðunni“. Af þessum sökum byrjuðu sænskir læknar að gefa sjúklingum lyfið þrátt fyrir að það hafi ekki verið samþykkt til notkunar gegn COVID-19.

„Við gerðum eins og allir aðrir og gáfum sjúklingum klórókín í upphafi. Það voru litlar rannsóknir sem sýndu að það virkaði gegn kórónuveiru og þetta er einnig lyf sem við þekkjum frá meðferðum gegn malaríu.“

Sagði Gisslén. En nú hefur honum snúist hugur og í síðustu viku var allri notkun lyfsins hætt á Sahlgrenska eftir að áhyggjur vöknuðu um að lyfið gæti valdið bráðum hjartavandamálum hjá COVID-19 sjúklingum.

„Það vöknuðu grunsemdir um alvarlegri aukaverkanir en við héldum í upphafi. Við getum ekki útilokað alvarlegar aukaverkanir, sérstaklega á hjartað, og lyfið er gefið í stórum skömmtum. Þess utan eru ekki sterkar sannanir fyrir að klórókín virki gegn COVID-19.“

Sagði Gisslén sem sagðist ekki gefa mikið fyrir fyrrgreinda franska rannsókn. Hún uppfylli ekki þær kröfur sem eru gerðar til rannsókna og því sé gildi hennar afskaplega takmarkað.

Carl Sydenhag, 40 ára, er einn þeirra sem fékk klórókín gegn COVID-19. Hann var lagður inn á Södersjúkrahúsið í Stokkhólmi með hita og átti erfitt með andardrátt. Honum voru gefin sýklalyf og klórókín. Í stað þess að batna, versnaði heilsa hans.

„Ég fékk krampa og höfuðverk, þann versta sem ég hef fengið. Það var eins og ég hefði gengið inn í háspennustöð.“

Sagði hann í samtali við Expressen. Sjónin fór einnig versnandi en það er þekkt aukaverkun af klórókíni.  Hann hefur nú náð sér en telur að sjónin hafi ekki enn náð fyrri styrk. Notkun klórókíns hefur verið hætt á sjúkrahúsinu.

En þannig er það ekki á öllum sænskum sjúkrahúsum. Á Karólínska háskólasjúkrahúsinu er lyfið enn gefið verst höldnu COVID-19 sjúklingunum en notkunin hefur minnkað mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin