Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur heldur betur verið áberandi undanfarnar vikur, en hann hefur staðið í ströngu við það að hefta útbreiðslu COVID-19.
Líklega tengja flestir landsmenn andlit Þórólfs við tíða blaðamannafundi þar sem hann hefur farið ásamt Víði Reynissyni, Ölmu D. Möller og fleirum yfir stöðu mála.
Þórólfur gerir þó meira en að mæta á blaðamannafundi, en hann spilar til dæmis með hljómsveitinni Bítilbræðrum. Hljómsveitin sérhæfir sig í að spila lög Bítlanna og önnur lög frá þeirra tíma.
Þórólfur spilar á bassa og syngur, en hinir meðlimirnir eru: Ari Agnarsson (hljómborð og söngur), Ársæll Másson (gítar og söngur), Guðjón, Borgar Hilmarsson (trommur) og Meyvant Þórólfsson (gítar og söngur).
Hér má sjá myndband af félögunum spila Bítlalögin vinsælu Penny Lane og Lady Madonna.