Króli, Eyþór, Lóa og fleiri snillingar voru í góðum gír á síðustu Airwaves hátíð
Það er erfitt að lýsa stemmningu frá tónlistarhátíð með orðum. Oftar en ekki gera myndirnar upplifuninni betri skil.
Þessar frábæru myndir tók ljósmyndarinn Snorri Sturluson fyrir tónlistarvefinn Albumm.is. Vefurinn, sem hefur verið í loftinu frá 2014 er uppfærður mjög reglulega en á honum er íslenskt tónlistarlíf í forgrunni.
Eins og sjá má á myndunum var stemmarinn á Airwaves þetta árið algjörlega frábær. Úr andlitunum skín bæði undrun, innlifun og gleði. Ljósmyndarinn Snorri Sturluson á sér langa sögu þegar kemur að tónlistarlífinu og ljósmyndun. Hann starfaði um árabil í Bandaríkjunum og hefur leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda við lög eftir heimsþekkt tónlistarfólk.
BIRTA getur ekki annað en vitnað í orð ABBA: Takk fyrir tónlistina!