fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Segir nýtt frumvarp um jarðakaup dapurlegt – „Milljarðamæringurinn Ratcliffe gæti fengið leyfi til að safna fleiri jörðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. apríl 2020 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður verður þetta frumvarp vart skilið öðruvísi en tilraun ríkisstjórnarinnar til að þvo hendur sínar undir því yfirskini að nú verði upplýsingar um landakaup gerðar sýnilegar – hið fræga gagnsæi! – en eftir sem áður geta auðmenn, erlendir sem innlendir, haldið áfram að að safna til sín jörðum,“

segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna, um nýtt stjórnarfrumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarráð og nýtingu fasteigna, sem er gjarnan nefnt landakaupsfrumvarpið.

„Í febrúar birtust frumvarpsdrög á vef stjórnarráðsins. Í þessum drögum var fyrst og fremst fjallað um skráningarskyldu og sýnileika en minna fór fyrir banni við eignasöfnun auðmanna. Slíkt bann var reyndar ekki að finna í frumvarpsdrögunum!“

segir Ögmundur einnig.

Ratcliffe á rúmt 1%

Landakaup erlendra auðkýfinga hér á landi hafa verið mikið í fréttum, og Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, á nú um 1.4 % af öllum jörðum á Íslandi.

Ögmundur, þáverandi innanríkisráðherra, barðist hart gegn því að Kínverjinn Huang Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum árið 2011. Skömmu síðar keypti Jim Ratcliffe sömu jörð, í krafti laga um búsetu útlendinga innan EES svæðisins.

Allir formenn stjórnarflokkanna hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun og á fimmtudag var lagt fram frumvarp á Alþingi sem á að taka á þessu máli.

Frumvarpið breytir litlu

Ögmundur telur hinsvegar að ekki sé gengið nógu langt, þó svo búið sé að laga frumvarpið aðeins til frá fyrstu drögum. Auðmenn geti enn keypt hér upp stór landsvæði óhindrað:

„Frumvarpið hefur nú verið heflað lítillega til frá febrúardrögunum – ekki þó svo að skipti nokkru teljandi máli. Frumvarpið eins og það stendur myndi ekki, ef samþykkt yrði, standa í vegi fyrir því að auðmenn haldi áfram að safna til sín jörðum og sá umsvifamesti til þessa, breski milljarðamæringurinn Radcliffe, gæti fengið leyfi til að safna fleiri jörðum en hann þegar hefur á hendi, geti hann sýnt fram á að hann hafi þörf fyrir landið vegna “fyrirhugaðra nota,”

segir Ögmundur og nefnir að auðmenn þurfi ekki einu sinni að spyrja um leyfi fyrr en þeir fari fram á eignarhald yfir fimm fasteignum, eða 1500 hekturum lands:

„Jafnvel þegar kaup eru orðin leyfisskyld þá eru skilyrðin þannig að þau hefðu ekki komið í veg fyrir það sem þúsundir Íslendinga hafa verið að mótmæla með undirskriftum sínum á undanförnum árum.“

Sjá einnig: Enn bætir Ratcliffe við sig jörðum – Nú talinn eiga 1.4% af Íslandi – Beðið eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Sjá nánar„Skiptir ekki máli hvort jarðeigendurnir eru Íslendingar eða útlendingar, eitt verður yfir alla að ganga“

Sjá einnigHræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi

Sjá einnigJim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn